Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 4,67% það sem af er degi í kauphöllinni.

Í morgun bárust fréttir af því að óskráðar eignir félagsins hefðu verið endurmetnar til hækkunar um 1.000 - 1.200 milljónir króna. Má rekja hækkunina fyrst og fremst til viðskipta með undirliggjandi félög og nýs gengis fasteignasjóða segir í fréttatilkynningu TM.

Segir jafnframt að þrátt fyrir slaka afkomu af skráðum fjárfestingareignum það sem af er ári, sé engu að síður reiknað með að félagið geti staðið við áður útgefna áætlun um fjárfestingatekjur á fyrri árshelmingi.