*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 2. ágúst 2012 14:33

Um 83 milljónir gervinotenda á Facebook

Talið er að uppgerðir einstaklingar á Facebook séu yfir 83 milljónir talsins.

Ritstjórn

Facebook hefur upplýst að samkvæmt mati fyrirtækisins eru gervinotendur á samskiptasíðunni fleiri en 83 milljónir talsins. Það er um 8,7% af alls 955 milljónum notenda síðunnar. BBC greinir frá þessu í dag.

Um 4,8% notenda eru eftirmyndir eldri aðganga. Sá hópur skýrir stærstan hluta gervinotenda. Um 2,4% notenda flokkast síðan sem gervinotendur þar sem ekki er um að ræða einstaklinga heldur fyrirtæki, hópar eða gæludýr. 

Stikkorð: Facebook