*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 23. ágúst 2017 11:23

WOW air bætir við áfangastöðum

WOW air bætir við fjórum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Stansted flugvelli í London.

Ritstjórn
Aðsend mynd

WOW air hefur bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum, St Louis, Cincinnati, Cleveland og Detroit. Sala á miðum hefst í dag en fyrstu flug verða í apríl og maí á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air. 

Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Flogið verður til borganna fjórum sinnum í viku í nýjum Airbus A321 vélum flugfélagsins.

Þá mun WOW air einnig hefja daglegt flug til Stansted flugvallar í London næsta vor og flýgur þá á tvo flugvelli í London; London Gatwick Airport og London Stansted Airport.

Í tilkynningunni segir Skúli Mogensen eigandi og forstjóri WOW air:

„Það er með stolti sem við kynnum til leiks fjóra nýja áfangastaði í Bandaríkjunum, hver öðrum meira spennandi. Þessi mikla aukning á umsvifum okkar er í takt við áður gefin loforð um að gera sem flestum kleift að ferðast yfir hafið á sem allra bestu kjörum.“

Stikkorð: Wow air
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim