Games Workshop, sem framleiðir leikfangafígúrurnar Warhamer 40.000 auk samnefndra tölvuleikja, hefur gert samning við Amazon um framleiðslu á bæði sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um tölvuleikinn.

Warhammer gerir efrilíkingar af frægum orrustum en það verður breski leikarinn Henry Cavill, sem hefur meðal annars leikið Superman, sem mun fara með aðalhlutverk. Samningurinn veitir Amazon rétti til að ráða starfsfólk og kvikmynda- og sjónvarpstökufólk.

„Nú kemur að því skemmtilega, sem er er að vinna úr öllum smáatriðum með samstarfsfólki okkar og fá fyrsta handritið í framleiðslu. Hvaða Warhammer 40.000 sögur ættum við að segja fyrst? Eigum við að byrja með kvikmynd eða sjónvarsþætti? Eða kannski bæði?,“ sagði Games Workshop í yfirlýsingu.

Fyrirtækið naut mikilla vinsælda í gegnum heimsfaraldurinn þegar sala á leikfangafígúrum jókst. Hlutabréf Games Workshop fóru þá á flug eftir að samningurinn við Amazon var staðfestur.

Fyrsta Games Workshop verslunin opnaði árið 1978 og framleiddi hún þá litlar stríðsfígúrur. Í gegnum áratugina hefur fyrirtækið fengið til sín stækkandi hóp aðdáenda sem nú telja fleiri milljónir.

Samhliða samningnum um framleiðslu á Warhammer 40.000 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hefur Amazon einnig fengið leyfi til að selja aðrar Warhammer vörur í framtíðinni.