Rea ehf., móðurfélag Airport Associates og Suðurflugs ehf., hagnaðist um 733 milljónir króna í fyrra, samanborið við 159 milljóna hagnað árið áður.

Tekjur námu 6,2 milljörðum og jukust um 35% milli ára. Stjórn leggur til að 400 milljónir verði greiddar út í arð til hluthafa á þessu ári.

Framtakssjóðurinn Horn IV, í rekstri Landsbréfa, keypti fyrir tæpu ári síðan 45% hlut í Rea. Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður Play, á 26% hlut í félaginu.

Lykiltölur / Rea

2023 2022
Tekjur 6.151  4.551
Eignir 3.717  2.620
Eigið fé 936 189
Afkoma 733  159
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.