Byggingavöruverslunin Byko, sem er í eigu Norvik-samstæðunnar, hagnaðist um rúmlega 1,2 milljarða króna í fyrra en hagnaður lækkaði lítillega frá fyrra ári.

Tekjur námu tæplega 30 milljörðum og jukust um 1% frá fyrra ári. Framlegð nam 9,7 milljörðum og jókst um 358 milljónir.

Félagið greiddi 1,2 milljarða í arð til eiganda í fyrra eftir að hafa greitt út 900 milljónir árið áður.

Lykiltölur / Byko

2023 2022
Tekjur 29.831 29.560
Eignir 10.031  10.287
Eigið fé 3.176 3.152
Afkoma 1.224  1.241
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.