Í þessum mánuði hafa stórar samrunaviðræður verið áberandi í íslensku fjármálalífi. Íslandsbanki og Kvika banki eiga nú í samrunaviðræðum. Ef samruni bankanna gengur í gegn verður til stærsta fjármálafyrirtæki landsins. Í gær var svo tilkynnt að tryggingafélagið VÍS og Fossar fjárfestingabanki ættu í samrunaviðræðum. Meðan fyrrnefndu viðræðurnar þóttu óvænt tíðindi verður slíkt hið sama tæplega sagt um hinar síðarnefndu. Þannig greindi Innherji nýlega frá því að stjórn tryggingafélagsins hefði rætt fyrr í vetur að kanna möguleikann á samruna við Fossa.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði