Í síðasta mánuði ákvarð yfirréttur í Englandi að láta mál Vincent Tchenguiz niður falla en nú hefur rétturinn ákveðið að það sama skuli gilda um mál bróðir hans, Robert Tchenguiz. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Bræðurnir hafa mátt sæta húsleitum og handtökum vegna viðskipta við Kaupþing banka en SFO og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi hafa unnið saman að rannsókn málsins. Fyrir stuttu kom fram að sátt hefði verið náð í málinu milli Sigurðar Einarsson, Hreiðars Más Sigurðsson, Ármanns Þorvaldssonar og Guðna Níels Aðalsteinssonar sem voru með réttarstöðu sakborninga í málinu og SFO. Þeir verða ekki

Serious Fraud Office gerði húsleit hjá bræðrunum og handtók þá á síðasta ári vegna viðskipta þeirra við Kaupþing banka. Fyrir stuttu var greint frá niðurstöðum breska fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi Kaupþings þar í landi.

FSA sagði stjórnendur bankans, Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóra KSF, hvorki hafa brotið lög né reglur. Þeim er hins vegar ekki heimilt að stjórna eftirlitsskyldu fjármálafyrirtæki í Bretlandi í fimm ár frá bankahruninu. Bannið rennur út í október á næsta ári.