Fjár­festar hafa í auknum mæli verið að veðja á gengis­lækkun evrunnar gagn­vart Banda­ríkja­dal síðustu mánuði en sam­kvæmt Financial Timesen allt stefnir í að Evrópski seðla­bankinn muni lækka vexti á undan þeim banda­ríska.

FT greinir frá því að fjár­festar hafi verið að kaupa af­leiður sem borga sig ef gengi evru fer undir 1 dal eða lægra. Sam­kvæmt Bank Of America eru um 10% líkur á að það gerist á næstu sex mánuðum en í árs­byrjun voru nær engar líkur á því.

Evran stendur í 1,06 Banda­ríkja­dal og hefur lækkað um 3,58% á árinu. Um 6,5% lækkun frá gengi evrunnar í árs­byrjun þarf til svo að af­leiðan borgi sig.

„Svo virðist vera að fjár­festar séu að gefa upp vonina á að vextir verði lækkaðir til muna í Banda­ríkjunum í ár á meðan fjár­festar virðast frekar sann­færðir um að Evrópski seðla­bankinn lækki vexti í júní,“ segir Francesco Peso­le, sér­fræðingur í gjald­eyris­mörkuðum hjá ING, við Financial Times.