Gengi krónunnar lækkaði um 1,4% í dag í töluverðum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 107,80 til 109,80.
Gengisvísitalan byrjaði í 107,80 og endaði í 109,30 stigum. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 11,9 milljarðar ISK.

Gengi krónunnar hefur lækkað um tæp 3% síðustu 2 daga viðskiptadaga í samtals 29 ma.kr. viðskiptum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti Seðlabankinn um 25 punkta vaxtahækkun og eru stýrivextir bankans því komnir í 9%. Vaxtahækkunin var í lægri kantinum miðað við það sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir en almennt voru spár á bilinu 25-75 punkta hækkun.

Bandaríkjadalur styrktist töluvert gagnvart evru eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 25 punkta hækkun á stýrivöxtum. Hækkunin var í samræmi við væntingar markaðsaðila en samfara hækkuninni lýsti seðlabankinn yfir áhyggjum af aukinni verðbólgu og ítrekaði áætlun sína um frekari hækkun vaxta. Stýrivextir bankans eru nú komnir í 2,75% en gengiskrossinn evra/usd stendur nú í 1,30.

EURUSD 1,30
USDJPY 105,72
GBPUSD 1,8727
USDISK 61,22
EURISK 79,66
GBPISK 114,66
JPYISK 0,5791
Brent olía $53,73
Nasdaq 0,25%
S&P 0,15%
Dow Jones 0,04%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.