Hagnaður af rekstri SPRON samstæðunnar eftir skatta var 2.627 milljónir króna á fyrri hluta ársins, samanborið við 1.571 milljónir króna á sama tímabili í síðasta árs, sem er aukning um 67,1%

Hreinar rekstrartekjur námu alls 5.131 milljónum króna, samanborið við 3.389 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, sem er aukning um 51,4%.

Eigið fé í lok tímabilsins nam 19.161 milljónum króna og hefur hækkað um 6.144 milljónum króna frá upphafi árs 2006, eða 47,2%.

Arðsemi eigin fjár var 37% á fyrri hluta ársins, samanborið við 54% á sama tímabili í fyrra.

Niðurstaða efnahagsreiknings var 153.577 milljónir króna og hafa heildareignir hækkað um 33,6% frá upphafi árs 2006.

Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 35% og hefur lækkað úr 40% á sama tímabili árið 2005.

Heildarútlán og kröfur á lánastofnanir SPRON námu 119.982 milljónum króna í lok júní og hækkuðu um 31,5% á fyrstu sex mánuðum ársins. Útlán til viðskiptavina námu 113.362 milljónum króna og hækkuðu um 33,4% á tímabilinu.

Heildarinnlán SPRON í lok ársins námu alls 55.273 millj. kr. og hækkuðu um 40,5% frá áramótum. Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptamanna námu 48,8%.

Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON samstæðunnar var 13,2%, samanborið við 10,4% á sama tímabili fyrir ári.

Eiginfjárþáttur A var19,3%, samanborið við 12,3% á sama tímabili í fyrra.