Hlutabréf snarhækkuðu hjá bandaríska fatamerkinu American Apparel eftir að forstjóri og stofnandi fyrirtækisins var rekinn eins og VB.is greindi frá í gær.

Hlutabréfin hækkuðu um allt að 20 prósent er starfsmenn Wall Street brugðust við fréttum um forstjóraskipti. En Dov Charney, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, mun hafa 30 daga til að víkja úr embætti. Ástæða þess að honum hefur verið vikið úr starfi er vegna umdeildrar athafna hans í fjölmiðlum og mörg tilfelli um kynferðislega áreitni gagnvart starfsmönnum sínum.

Hins vegar á Charney enn stærsta hluta fyrirtækisins og er talið að hann muni veita mikla mótspyrnu gegn því að missa fyrirtækið algjörlega úr höndum sér.