Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er einn af tuttugu stærstu hluthöfum Íslandsbanka með 0,8% hlut, samkvæmt nýjum hluthafalista. Alls átti félagið nærri 16,2 milljónir hluti í Íslandsbanka í lok janúar að markaðsvirði 2 milljörðum króna miðað við lokagengi bankans í dag.

Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakob Valgeir ehf. og stjórnarmaður Iceland Seafood
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakob Valgeir ehf. og stjórnarmaður Iceland Seafood
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Jakob Valgeir ehf. fer einnig með 10% hlut í Iceland Seafood, sem er um 4,3 milljarðar króna að markaðsvirði í dag. Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins, situr í stjórn Iceland Seafood. Þá fer Jakob Valgeir ehf. og JV ehf., annað félag á vegum Jakobs Valgeirs, samtals með 1,5% hlut í Skeljungi að markaðsvirði 450 milljónir króna í dag.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá á Björg Hildur Daðadóttir, eiginkona Jakobs Valgeirs, rétt undir helmingshlut í Jakobi Valgeir ehf. og Flosi Valgeir Jakobsson fer með 32,2% hlut.

Að undanskildum ríkissjóði eru sjóðir á vegum Capital Group stærsti hluthafi Íslandsbanka með 4,35% hlut. Þar á eftir koma lífeyrissjóðirnir LSR með 4,0%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 3,7% og Gildi með 3,2%.

Fjárfestingarsjóðurinn Al Mehwar Commercial Investment, sem tengist ríkisfjárfestingafélagi í furstadæminu Abú Dabí er enn skráður á listanum með 0,55% sem er um 1,35 milljarðar að markaðsvirði í dag. Líkt og Viðskiptablaðið er Al Mehwar meðal sjóða sem féllu undir fjárfestingu hornsteinsfjárfestisins RWC. Sjóðastýringarfyrirtækið minnkaði hlut sinn í bankanum um meira en þriðjung eftir hlutafjárútboðið síðasta sumar og fer nú með minna en eitt prósent í Íslandsbanka.

Sjá einnig: Abú Dabí sjóður hornsteinsfjárfestir

Alls seldi íslenska ríkið 35% hlut í útboðinu síðasta sumar. Fyrir tæpum tveimur vikum síðan l agði Bankasýsla ríkisins fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Lagt er til að restin af eignarhlut ríkisins í bankanum verði seldur í nokkrum áföngum fyrir árslok 2023.