Mörkin lögmannsstofa skilaði 169 milljóna króna hagnaði árið 2023 samanborið við 126 milljóna hagnað árið áður. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 160 milljónir króna í ár.

Tekjur lögmannstofunnar jukust um 15,5% milli ára, úr 515 milljónum í 595 milljónir. Rekstrargjöld námu 410 milljónum en þar af voru laun og launatengd gjöld 341 milljón. Ársverk voru 13,8.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 593 milljónir í árslok 2023 og eigið fé var um 177 milljónir.

Lykiltölur / Mörkin

2023 2022
Rekstrartekjur 595 515
Hagnaður 169 126
Eignir 593 426
Eigið fé 177 132
- í milljónum króna

Lögmannsstofan, sem var stofnuð árið 1975, er í eigu í eigu Gunnars Jónssonar (frá 1992), Harðar Felix Harðarsonar (frá 2001), Einars Þórs Sverrissonar (frá 2005), Gísla Guðna Hall (frá 2006), Geirs Gestssonar (frá 2008), Almars Þórs Möller (frá 2016) og Hilmars Gunnarssonar (frá 2016). Framkvæmdastjóri Markarinnar lögmannsstofu er Helena Erlingsdóttir.

Hluthafar Markarinnar í árslok 2023

Hlutur
Einar Þór Sverrisson 14,3%
Geir Gestsson 14,3%
Gísli Guðni Hall 14,3%
Gunnar Jónsson 14,3%
Hörður Felix Harðarson 14,3%
Almar Þór Möller 14,3%
Hilmar Gunnarsson 14,3%