Hagnaður Senu var óbreyttur milli ára og nam 114 milljónum króna.

Tekjur félagsins námu 1,9 milljörðum króna og drógust saman um ríflega 100 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 180 milljónum króna miðað við 226 milljónir króna á síðasta ári.

Eignir félagsins námu 761 milljón króna, skuldir 448 milljónum króna og eigið fé 309 milljónum króna um síðustu áramót. Sena rekur Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Auk þess er félagið umboðsaðili fyrir Playstation, fjölda tölvuleikja, og kvikmynda hér á landi. Sena er í eigu Draupnis, fjárfestingafélags Jón Diðriks Jónssonar, sem jafnframt er stjórnarformaður Skeljungs.