Í ítar­legri út­tekt Copen­hagen Economics á hag­fræði­legum á­hrifum nauð­syn­legra samninga sem Eim­skip og Sam­skip gerðu sín á milli á meintu sam­ráðs­tíma­bili Sam­keppnis­eftir­litsins er komist að þeirri niður­stöðu að á­hrif þess á neyt­endur og við­skipta­vini skipa­fé­laganna hafi í raun verið engin.

Í á­litinu, sem danska greiningar­fyrir­tækið skilaði af sér í byrjun febrúar, er komist að af­dráttar­lausri niður­stöðu um að við­skiptin milli skipa­fé­laganna, sem voru afar lítill hluti af skipa­flutningum á Ís­landi í heild, gætu ekki talist hafa haft það mark­mið að raska sam­keppni eða haft nei­kvæð á­hrif á sam­keppni í reynd.

Greiningar­fyrir­tækið gengur enn lengra og segir Sam­keppnis­eftir­litið á Ís­landi ekki hafa fylgt dóma­fram­kvæmd Evrópu­dóm­stólsins sem og leið­beininga­reglum fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins (sem sinnir sam­keppnis­eftir­liti innan ESB) með því gera sjálf­stæða greiningu á því hvort samningar sam­keppnis­aðila hafi skaðað sam­keppni. En slíkir samningar eru ekki sjálf­krafa brot á sam­keppnis­lögum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði