„Við munum einblína á framtíðina og hvaða tækifæri eru til staðar í sjávarútvegi og fiskeldi til þess að atvinnugreinarnar geti lagt sitt af mörkum til áframhaldandi góðra lífskjara og hagvaxtar fyrir komandi kynslóðir,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) spurð um áhersluatriði aðalfundar samtakanna sem fram fer á morgun, föstudag. „Margir telja kannski að við höfum ekki mikið meira að sækja úr sjávarútvegi því atvinnugreinin er þeim takmörkunum bundin að það þarf að haga veiðum eftir viðurkenndum vísindum og magnið sé þar með ólíklegt til að aukast. Það er samt margt vanmetið í því hvar við getum gert betur í aukinni verðmætasköpun í virðiskeðjunni. Ég tel til að mynda að það sé alls ekki gefið að við getum ekki sótt meira magn af afla úr sjó,“ bætir hún við.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði