Atsushi Katsuki, framkvæmdastjóri Asahi, sem er stærsti bruggframleiðandi Japans, telur að mikil tækifæri felist í breyttum drykkjuvenjum fólks.

Í viðtali við Financial Times segir hann að neytendur hugsi sífellt meira um heilsuna og hvað þeir setji ofan í sig. Eitt af því sem sé að breytast sé að áfengir drykkir njóti sífellt minni vinsælda á kostnað óáfengra drykkja. Telur Katsuki að á næstu fimmtán árum verði tekjur af óáfengum að drykkjum með minna en 3,5% áfengismagn um helmingur af heildartekjum Asahi af drykkjarframleiðslu.

Asahi framleiðir samnefndan bjór en fyrirtækið á m.a. einnig vörumerkin Peroni, Grolsch, Lech, Tyskie og Pilsner Urquell. Asahi keypti þessi vörumerki af Anheuser-Busch InBev árið 2016.