Á næstu tveimur til þremur árum verður fjár­fest­ing í nýj­um hót­el­um og íbúðum í miðbæ Reykja­víkur að lág­marki 71 til 77 millj­arðar króna. Aðeins er um að ræða verkefni sem hafa verið kynnt og því gæti heildarupphæðin verið talsvert hærri. Þessu greinir mbl.is frá.

Fjórir reitir á milli Laugavefs og Hverfisgötu, stór svæði við Borgartún og Höfðatorg, Skuggahverfið, Mýrargatan, Austurhöfn auk Hafnarstrætisins eru meðal þeirra svæða sem verið er að byggja eða endurhanna að stórum hluta. Einnig munu hundruð íbúa rísa við Hlemm og í Holtum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá verða einnig töluverðar framkvæmdir vegna aukningu í gistirýmum í miðbæ en til ársins 2017 er áformað að reisa tæplega 1400 hótelherbergi í Reykjavík.