Árshækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs í Þýskalandi mældist 9,3% í febrúar, samanborið við 9,2% í janúar. Greiningaraðilar höfðu spáð því að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,0%. Vísitalan hækkaði um 1,0% á milli mánaða samanborið við væntingar um 0,7% hækkun.

Í gær birtust nýjar verðbólgutölur í Frakklandi og á Spáni sem voru einnig yfir væntingum greiningaraðila.

Seðlabanki Evrópu hefur hækkað stýrivexti um 3,0 prósentur frá því í júlí og varaði við annarri hálfs prósentu hækkun í þessum mánuði.