Framkvæmdir eru hafnar að nýrri viðbyggingu við Fjölbrautaskólann í Ármúla en Reykjavíkurborg og ríkið standa sameiginlega að framkvæmdunum.

Nýbyggingin mun hýsa skrifstofu- og stjórnunaraðstöðu auk þess sem þar verða sérhæfð rými fyrir kennslu í heilgbrigðisgreinum og fullkomin aðstaða fyrir kennslu fatlaðra. Með viðbyggingunni stækkar húsnæði skólans um rúmlega 60% en heildarflatarmál nýbyggingarinnar verður 3.000 fm.

Hönnuðir byggingarinnar eru Á stofunni arkitektar og Skapa og Skerpa arkitektar. Verktakafyrirtækið Spöng ehf. sér um bygginguna og er kostnaður samkvæmt tilboði verktaka 818 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir taki þrjú ár.

Vonast er til að nýja viðbyggingin myndi efla enn frekar kennslu heilbrigðisgreina við skólann.