HS Orka stendur frammi fyrir mikilli fjárfestingu til þess að leiða frárennslisvatn úr orkuveri sínu á Svartsengi við Grindavík til sjávar.

Starfsleyfi orkuversins er að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, háð því að lónshæð Bláa lónsins breytist ekki, það má hvorki stækka þannig að meira land fari undir lónið né minnka enda myndi lónið skilja eftir sig hvítar skellur á hraunbreiðunni.

Affallsvatni úr orkuverinu er því dælt ofan í jörð en vegna hins mikla magns kísilleðju í vatninu stíflast allar holur fyrr eða síðar og því þarf að bora til þess að stækka þær eða bora nýjar holur.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., segir ekki rétt að um vandamál sé að ræða enda sé frárennsli úr lóninu minna en einn tíundi af því sem rennur úr orkuverinu.

„Það er engin krísa á ferðinni en það er verið að vinna að varanlegri lausn á þessu verkefni í samvinnu allra hagsmunaðila sem eru HS Orka, Grindavíkurbær og Bláa Lónið,“ segir Grímur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Úr markaðsátakinu Inspired by Iceland
Úr markaðsátakinu Inspired by Iceland
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)