*

fimmtudagur, 15. nóvember 2018
Fólk 21. mars 2018 11:51

Einar fer frá Gallup til MS

Einar Einarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Gallup hefur verið ráðinn til Mjólkursamsölunnar.

Ritstjórn
Einar Einarsson er nýr rekstrarstjóri hjá MS
Aðsend mynd

Einar Einarsson hefur verið ráðinn til Mjólkursamsölunnar sem rekstrarstjóri og hóf hann störf í byrjun mánaðarins að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirækinu.

Mun hann leiða rekstrarsvið Mjólkursamsölunnar sem er nýtt svið og hluti af skipulagsbreytingum. Undir rekstrarsvið fellur fjármál, tölvudeild og mannauður fyrirtækisins.

Einar gegndi síðustu tólf ár stöðu framkvæmdastjóra Gallup en hefur starfað í yfir tuttugu ár við stjórnun fyrirtækja í markaðsgreiningu og ráðgjöf.

Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og Cand Oceon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Einar er giftur Hildi Pálsdóttur, snyrtifræðingi og eiga þau saman fjórar dætur.

Stikkorð: Gallup MS Einar Einarsson