Emil Helgi Lárusson, annar eigenda veitingastaðarins Serrano, hefur keypt eignarhlut Einars Arnar Einarssonar í fyrirtækinu. Þeir stofnuðu Serrano saman fyrir 12 árum. Emil Helgi á því orðið allt hlutafé í Serrano. Vinirnir munu ekki snúa baki hvor í annan og kveðjast. Þeir eiga áfram saman veitingastaðina Nam, Zócalo-veitingastaðina í Svíþjóð og mun Einar Örn sitja áfram í stjórn Serrano.

Í tilkynningu ef haft eftir Einari

„Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að byggja upp Serrano síðustu 12 ár. Frá árinu 2009 hefur Emil verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins og séð nær alfarið um veitingastaðina og því taldi ég þetta góðan tímapunkt til að stíga til hliðar. Fyrirtækið gæti ekki verið í betri höndum,“ segir hann.

Níu veitingastaðir eru undir merkjum Serranó á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fyrsti veitingastaðurinn opnaði í Kringlunni árið 2002. Fyrirtækið velti í fyrra rúmum 700 milljónum króna.