Michael Corbat, framkvæmdastjóri bankans Citigroup, hlaut 16,5 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir árið 2015. Það eru um 2,14 milljarðar íslenskra króna. Laun hans hækkuðu um 27% milli ára, en árið 2014 fékk hann 13 milljónir dala eða 1,69 milljarð króna.

Laun Corbat hækkuðu helst vegna þess að honum tókst að tvöfalda hagnað Citigroup milli áranna 2014 og 2015. Bankinn hagnaðist um 17,2 milljarða Bandaríkjadala á árinu liðna, sem jafngildir rúmlega 2.200 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn hefur ekki verið svo mikill síðan árið 2006.

Corbat hefur unnið skipulega að því að draga fjárfestingar bankans í fyrirtækjum með aðeins meðalgóðan hagnað til baka. Ef marka má þessa aukningu hagnaðar bankans er ljóst að framkvæmdastjórinn er naskur með peningana, og hefur vit á að velja góða staði til að ávaxta fjármagni Citigroup.