Níu þingmenn stjórnarandstöðunnar auk eins þingmanns Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þetta er í ellefta skipti sem frumvarpið hefur verið lagt fram. Steingrímur J. Sigfússon er fyrstu flutningsmaður frumvarpsins.

Lögin gera ráð fyrir að bannað verði að koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla á nokkurn annan hátt kjarnorkuvopn auk þess sem umferð kjarnorkuknúinna farartækja er bönnuð á hinu friðlýsta svæði og einnig flutningur eða losun kjarnakleyfra efna og kjarnorkuúrgangs.

Einnig er lagt algert bann við því að íslendir ríkisborgarar, eða menn sem hafa varanlegt dvalarleysi á Íslandi, erlendur ríkisborgari sem er í þjónustu íslenska ríkisins eða dvelst innan hins friðlýsta íslenska svæðis megi búa til kjarnorkuvop, afla sér slíks vopns eða hafa það undir höndum. Einnig er sömu mönnum bannað að veita aðstoð, hjálp eða atbeina til þess að nokkur búi til, afli sér eða hafi undir höndum kjarnorkuvopn af neinu tagi.