*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 18. september 2017 16:38

Google í greiðslumiðlun á Indlandi

Google tekur nú þátt í baráttunni um neytendur greiðslumiðlunarforrita í Indlandi. Gert er ráð fyrir að þeir tífaldist á næstu þremur árum.

Ritstjórn
epa

Alphabet, móðurfélag Google, hleypti af stokkunum nýju smáforrit sem gerir Indverjum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu. Fyrirtækið reynir nú að koma sér inn á indverskan greiðslumiðlunarmarkað sem fer sífellt vaxandi. Samkvæmt frétt Reuters er gert ráð fyrir því að rafræni greiðslumiðlunarmarkaðurinn á Indlandi komi til með að tífaldast á næstu þremur árum. 

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, tók gífurlega umdeilda ákvörðun í fyrra þegar hann lagði blátt bann á bæði 500 og 1.000 rúpíu seðlum — sem eru verðmestu indversku seðlarnir. Aðgerð ríkisstjórnar Modi beindist gegn skattsvikum og spillingu í landinu. Þó hafði hún mjög neikvæð áhrif á efnahag Indlands. Líklegt er þó að þessi aðgerð hafi virkað sem vatn í myllu rafrænna greiðslumiðlunarkosta.

Forritið ber nafnið Tez, sem þýðir hraði á hindí. Google hefur hafið samstarf við indverska ríkisbankann. Smáforritið verður þó í samkeppni við forritið Paytm, sem að SoftBank bíður upp á ásamt Alibaba. Eins og sakir standa er Paytm stærsta greiðslumiðlunarforritið í Indlandi, og það nota 225 milljón notendur. 

Stikkorð: Google Indland greiðslumiðlun
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim