*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 24. apríl 2019 16:03

Greiða 1,2 milljarða vegna Wikileaks

Héraðsdómur hefur gert Valitor að greiða skaðabætur vegna lokunar greiðslugáttar til að styrkja Wikileaks.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Valitor hefur verið gert að greiða félögunum Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna í skaðabætur að því er Fréttablaðið greinir frá.

Ástæðan er sú að færsluhirðirinn sleit fyrirvaralaust samningi við félögin um að taka við styrkjum í gegnum greiðslugátt félaganna fyrir Wikileaks. Var greiðslugáttin opnum 7. júlí 2011, en lokað degi síðar.

Hæstiréttur dæmdi riftun samningsins ólögmæta vorið 2013, en síðan þá hafa málaferli vegna skaðabótakrafna staðið yfir. Höfðu dómskvaddir matsmenn metið tjónið á 3,2 milljarða króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim