*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 25. apríl 2018 13:31

Hafa áhyggjur af þrýstingi á ráðherra

SFS segja orðalagsbreytingu úr „skuli“ í „megi“ í lögum um stjórn fiskveiða geta valdið þrýstingi á auknar strandveiðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að alvarlegir annmarkar séu á þeirri ráðstöfun við stjórn fiskveiða sem nýtt frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis gerir ráð fyrir og liggur nú til umræðu á þinginu. Segja þeir að með frumvarpinu sé horfið frá því
 fyrirkomulagi að stöðva skuli veiðar þegar hámarksafla er náð.

Í grunni snýst málið um það hve mikinn hluta heildarkvótans verði veiddur í hinu sértæka strandveiðikerfi sem byggir á dagafjölda, og hins vegar hve mikið verði þá eftir í aflamarkskerfinu sem stærri skip og bátar alla jafna nýta.

Í nefndaráliti atvinnuveganefndar, sem nú hefur verið birt, hefur ákvörðun um að stöðva skuli veiðar, eins og núverandi reglur gera ráð fyrir, verið breytt á þann veg, að ráðherra geti stöðvað veiðarnar.

Grundvallarmunur á skal og getur

„Það er grundvallarmunur á skal og getur,“ segir í umsögn samtakanna, og vísa í að þrýstingur á ráðherra muni alltaf aukast þegar á líður veiðiárið. „Einkum þar sem tryggja á tólf daga til veiða í hverjum mánuði á tímabilinu maí til ágúst.“

Benda samtökin á að það gert hafi verið ráð fyrir því að strandveiðar myndu takmarkast af þeim aflaheimildum sem ráðstafað væri sérstaklega til veiðanna þegar þær voru gerðar heimildar en nú segja samtökin að verið sé að horfa frá því.

Strandveiðar klára sinn hluta kvótans í byrjun júlí

Nefna samtökin sem dæmi um það sem þeir kalla lausatök við stjórn fiskveiðanna að það sé tekið sem rök fyrir breytingunni að dregið hafi úr líkum á ofveiði og allar líkur séu á að viðbótarheimildir dugi fyrir strandveiðarnar. Þvert á móti segja samtökin að ávallt hafi verið miklum vandkvæðum bundið að stöðva veiðar smábáta í dagakerfi þegar tilsettum afla hefur verið náð.

„Í því samhengi er rétt að benda á að sé meðalveiði virkra báta á strandveiðum á hverju veiðisvæði frá árinu 2017 reiknuð miðað við 12 daga hvern mánuð má reikna með að ráðstafaðar aflaheimildir til strandveiða árið 2018 verði að fullu veiddar í fyrri hluta júlímánaðar.“

Telja samtökin að vegna reglu um að tryggja verði veiðar í seinni hluta júlímánaðar og 12 daga í ágúst muni koma mikill þrýstingur á á ráðherra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim