*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 6. apríl 2018 12:45

Hlutafé Origo eykst

Stjórn félagsins ákvað að hækka hlutafé eftir að stjórnendur innleystu kauprétti í lok mars.

Ritstjórn

Hlutafé Origo hefur verið aukið um 1,4% eða 6.563.323 krónur að nafnverði eftir að stjórnendur félagsins keyptu hluti í félaginu á grundvelli kaupréttarsamninga. 

Likt og Viðskiptablaðið greindi frá keyptu þau Finnur Oddsson forstjóri, Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Tempo, Dröfn Guðmundsdóttir mannauðsstjóri, Emil Einarsson framkvæmdastjóri notendalausna, Gunnar Már Petersen fjármálastjóri, Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna og Ingimar G. Bjarnason framkvæmdastjóri hluti 31. mars síðastliðinn. 

Hlutafé Origo fyrir hækkunina var 458.739.986 krónur en eftir hækkuninna var það 465.303.309 en stjórn félagsins tók ákvörðun um hækkunina í dag.