*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 19. febrúar 2019 19:51

„Hrollvekjandi“ uppgjör Icelandair

Capacent segir að guð og lukkan muni ekki duga til að bæta rekstur Icelandair.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Haraldur Guðjónsson

Lestur ársreiknings Icelandair fyrir árið 2018 er um margt hrollvekjandi,“ segir í verðmati Capacent í kjölfar uppgjörs Icelandair Group fyrir árið 2018. Capacent lækkar verðmat sitt um 33% frá síðasta verðmati og metur virði Icelandair á 12 krónur á hlut, en gengi félagsins stendur nú í 8,23 krónum á hlut.

Bent er á að þrátt fyrir að veiking á gengi krónunnar og lækkun olíuverðs hafi fallið með Icelandair á síðustu mánuðum hafi afkoman verið langt undir væntingum. Því muni „guð og lukkan“ ekki duga til hjá Icelandair heldur þurfi að grípa til aðgerða til að laga reksturinn. Verri afkoma skýrist helst af því að launakostnaður hækkaði um 15,9% milli ára og eldsneytiskostnaður um 26,9%. Því nam rekstrartap (EBIT) 55,7 milljónum dollurum á árinu miðað við 49,8 milljón dollara rekstrarhagnað árið 2017.

Sé afkoma félagsins umreiknuð á hvern starfsmanna drógust tekjur saman um 1,5% per starfsmann en laun og launatengd gjöld jukust um 7,3% á árinu 2018.

Þá kemur Icelandair illa út úr samanburði við lággjalda flugfélagið Wizz air sem og hið gamalgróna SAS. Launahlutfall Wizz er 7,6%, hjá SAS er það 21,1% en 34,2% hjá Icelandair. Þá nam EBIT hlutfall (rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum) 15% hjá Wiss, 5,6% hjá SAS en -5,2% hjá Icelandair. Erfitt verði fyrir Icelandair að ætla að lækka launahlutfall sitt í næstu kjarasamningum.

Ljóst sé að útrás íslensku flugfélaganna Icelandair og Wow air hafi ekki gengið vel í fyrra, en bæði flugfélögin fjölguðu áfangastöðum í Bandaríkjunum til muna. Bent er á að ójafnvægi hafi myndast í leiðakerfi félagsins þar sem þurft hefði að auka Evrópuflug til jafns við aukið sætaframboð til Ameríku.

Hins vegar er markaðsvirði Icelandair einungis um 60% af eigin fé félagsins, en meðaltal samanburðarflugfélaga um 160%. Á þann mælikvarða gætu því verið kauptækifæri í Icelandair. Hins vegar kemur Icelandair mun verr út þegar horft er á markaðsvirði Icelandair sem hlutfall af rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA). Þar er EV/EBITDA hlutfall Icelandair 5,9 en 3,7 hjá samanburðarfélögum, þar sem afkoma Icelandair hefur verið undir væntingum.

Stikkorð: Icelandair Capcent
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim