*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 24. september 2018 17:02

Icelandair lækkar um 2,2%

Heildarviðskipti á aðalmarkaði námu 366 milljónum króna í dag, og úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heldur rólegt var í kauphöllinni í dag, aðeins helmingur félaga á aðalmarkaði hreyfðust, og aðeins Icelandair um yfir 1%, en flugfélagið féll um 2,2% í 57 milljón króna viðskiptum.

Mest viðskipti voru með bréf Eimskipa, sem lækkuðu um 0,2% í 129 milljón króna viðskiptum, en viðskipti með önnur bréf en ofangreind félög námu undir 50 milljónum.