Jóhannes Stefánsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra frá því í fyrra, mun í haust hefja störf á lögfræðisviði Icelandair Group. Illugi hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Hann er héraðsdómslögmaður en hann starfaði áður sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og þar áður sem fréttamaður á fréttastofu 365.

Jóhannes mun taka við tímabundnum verkefnum hjá Icelandair Group að afstöðnum kosningum sem verða þann 29. október næstkomandi.