*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 7. desember 2011 06:38

Kröfuhafar taka yfir Höfðatorg

Eigandinn skuldaði 23 milljarða um síðustu áramót. Íslandsbanki stærsti kröfuhafinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eigandi byggingarfélagsins Eyktar hefur misst Höfðatorg ehf. til lánardrottna en félagið á Höfðatorgsbygginguna og óbyggðar lóðir þar í kring og skuldaði 23 milljarða króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en þar segir að félagið sé komið í nauðasamningaferli og að lánardrottnar muni greiða atkvæði um samningana 22. desember en Íslandsbanki sé þeirra langstærstur.

Fram kemur í Fréttablaðinu að fyrsti áfangi Höfðatorgs hafi verið tekinn í notkun í byrjun árs 2008 og það hýsi í dag fyrst og fremst ýmsa starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar, sem leigt hafi húsnæðið af Höfðatorgi ehf. Um þrjátíu prósent af tuttugu þúsund fermetra húsnæði Höfðatorgs standi nú tóm.

Stikkorð: Eykt Höfðatorg
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim