*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 20. september 2016 12:26

KSÍ hafnaði tilboði EA Sports

KSÍ hafnaði tilboði EA Sports um að vera með í FIFA 17. Tilboðið var of lágt að sögn Geirs Þorsteinssonar.

Ritstjórn
european pressphoto agency

EA Sports bauð íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að vera með í nýjasta FIFA leiknum, en KSÍ hafnaði tilboði EA Sports.

FIFA 2017 leikurinn kemur út 29. september í haust en Íslandi var boðið að vera eitt af karlalandsliðunum í leiknum. Að sögn Geirs Þorsteinssonar kemur fram að EA Sports hafi boðið KSÍ of lága upphæð. Þetta kemur fram á vef Nútímans.

Kvennalandsliðið ekki með heldur

Kvennalandsliðum í leiknum var fjölgað í fjórtán, en íslenska kvennalandsliðið er ekki eitt af þeim. Karlalandsliðin eru 47 í leiknum. Hvorugt knattspyrnulandsliða Íslands verður því með í leiknum. 

Hins vegar tóku EA Sports upp víkingaklappið svokallaða í leik sínum.

Stikkorð: KSÍ FIFA EA Sports fótboltaleikur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim