*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 16. maí 2019 13:21

Miðflokkurinn sækir á

Fylgi Miðflokksins hækkar í 11,8% í nýrri könnun MMR en fylgi Pírata lækkar.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Fylgi Miðflokksins hækkar í 11,8% í nýrri könnun MMR. Fylgi Miðflokksins var í 9,2% í síðustu könnun sem lauk 3. maí en flokkurinn hefur verið áberandi í umræðu um þriðja orkupakkann að undanförnu. Þingmenn flokksins töluðu um þriðja orkupakkann til rúmlega sex í morgun í pontu á Alþingi.

Píratar tapa fylgi og falla úr 13,4% í 9,8% milli kannana. Fylgi við Framsóknarflokkinn hækkar úr 9,8% í 11,6%. 

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og er í rúmu 21% fylgi. Þá lækkar Viðreisn úr 9,2% í 8,4% milli kannana. Samfylkingin stendur í stað í fjórtán prósentum en Vinstri Græn fara í 12,2% í 13,4%. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,4% og mældist 5,1% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9% en var 40,4% í síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd 14.-16. maí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 978 einstaklingar, 18 ára og eldri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim