Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skýrsla McKinsey verður leiðarvísir ríkisins

8. nóvember 2012 kl. 11:06

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir vill búa til samráðsvettvang og vinna með McKinsey-skýrsluna.

„Skýrsla McKinsey kemur eins og kölluð. Við eigum að nýta okkur það sem kemur fram í skýrslunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið kynnti í síðustu viku um framtíðarmöguleika íslenska hagkerfisins. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því allt þetta ár að kortlagningu sóknarfæra og væri hún langt komin. Jóhanna mun í framhaldinu leggja það til við ríkisstjórnina annað hvort á morgun eða eftir helgi hvernig hægt verði að draga sem flesta að borðinu og fara yfir þau mál sem tíunduð eru í skýrslunni. Á meðal þeirra sem kallaðir verða til eru fulltrúar stjórnarflokkanna, aðilar vinnumarkaðarins og hugsanlega fleiri. 

Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem lagði það til í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að samráðsvettvangur verði settur á laggirnar sem vinni með þann grunn sem lagður er fram í skýrslu McKinsey til næstu 7 til 10 ára með það fyrir augum að auka framleiðni og hagkvæmni hér á landi. Allt
Innlent
Erlent
Fólk