Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 6% á næsta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans 12. desember næstkomandi. Hagfræðideildin vísar til þess að í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom fram að gert sé ráð fyrir því að núverandi nafnvextir nægi til þess að verðbólgumarkmið náist á spátímanum.

Fram kemur í stýrivaxtaspá Hagfræðideildarinnar að peningastefnunefndin hafi tekið fram að forsendur hennar væru háðar því að endurskoðun kjarasamninga á næsta ári yrði í samræmi við verðbólgumarkmið.

„Í lok yfirlýsingarinnar kom fram, að venju, að það færi eftir þróun verðbólgunnar hvort nauðsynlegt yrði að hækka vexti til þess að draga úr slaka peningastefnunnar,“ segir Hagfræðideildin.