*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 16. maí 2019 15:58

Stefán kaupir í Arion fyrir 5 milljónir

Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, keypti fyrr í dag 63.052 hluti í Arion banka á genginu 79,3 krónur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, keypti fyrr í dag 63.052 hluti í Arion banka á genginu 79,3 krónur. Umrædd viðskipti námu því rétt rúmlega 5 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar.

Í kjölfar viðskiptanna á Stefán alls 269.647 hluti í bankanum og miðað við gengi bréfa bankans þegar þetta er skrifað, nemur heildarverðmæti hluta Stefáns um 21,5 milljónum króna.

Stefán tók tímabundið við bankastjórastöðunni þegar Höskuldur H. Ólafsson lét af störfum undir lok aprílmánaðar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim