*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 4. september 2012 12:10

Svanhildur Hólm aðstoðarkona Bjarna

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leitar nú að nýjum framkvæmdastjóra eftir hrókeringar í þingflokknum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Svanhildur Hólm Valsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hefur hún tekið við sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Eftirmanns hennar sem framkvæmdastjóra þingflokksins er nú leitað.

Fram kom í morgun að Illugi Gunnarsson hafi aftur verið gerður að formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins og tekur hann við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Ragnheiður tók við formannssætinu þegar Illugi fór í leyfi frá störfum vorið 2010.