Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, sagði í viðtali að NATO væri úrelt stofnun og spáði því að fleiri lönd myndu fylgja Bretlandi og yfirgefa Evrópusambandið. Þessu gerir Bloomberg fréttastofan ítarlega skil.

Í löngu viðtali við þýska dagblaðið Bild og breska dagblaðið Times of London, boðaði Trump talsverðar breytingar á samstarfi Evrópu og Bandaríkjanna. Meðal annars sagðist Trump hafa áhuga á því að aflétta viðskiptaþvinganir á Rússland, í stað kjarnorkuafvopnun.

ESB leið Þýskalands til yfirburða

Donald Trump spáði því að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði farsæl og sagði jafnframt að Þjóðverjar notuðust við sambandið til að ná yfirburðum í viðskiptum, til þess að klekkja á Bandaríkjamönnum. Því væri honum sama um hvort að sambandið lifði af til lengri tíma, sem er gjörsamlega á öndverðum meiði við afstöðu Barack Obama, sem barðist fyrir tilvist sambandsins.

Obama og Merkel skrifuðu nýverið varnarræðu fyrir alþjóðavæðingu í þýskt blað - þar sem að þau vörðu hugmyndina um frjáls viðskipti og hnattvæðingu.

The Times hafði eftir Trump að hann hyggðist gera „góða samninga við Rússland,“ og vísaði til þess að hann vildi aflétta viðskiptaþvingunum á Rússa - sem settar voru á vegna íhlutar í Sýrlandi og hernaðarbrölti ríkisins í Krímsskaga.

Hann nefndi í sömu andrá að hægt væri að tengja afléttingu viðskiptaþvingana við kjarnorkuafvopnun Rússlands.

NATO ríkin borga ekki

Trump, sem áður hefur gagnrýnt NATO, segir að samtökin séu úrelt, þar sem að þau voru hönnuð fyrir allnokkru síðan. Hann tók einnig fram að samtökin væru gölluð. Í öðru lagi sagði hann að samtökin væru gölluð þar sem að ríki fyrir utan Bandaríkjanna borguðu ekki sinn skerf í NATO. Hann tók einnig fram að NATO tækju ekki á hryðjuverkum.

Hann kallaði einnig innflytjendastefnu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, „hörmuleg mistök,“ og staðsetti sig á öndverðum meiði við hana bæði hvað varðar innflytjendamál og milliríkjaviðskipti.