*

þriðjudagur, 24. október 2017
Erlent 14. febrúar 2017 10:23

Verðbólga ekki hærri síðan júní 2014

Verðbólga í Bretlandi mældist 1,8% í janúar og hefur hún ekki mælst hærri í tvö og hálft ár.

Ritstjórn
epa

Verðbólga í Bretlandi hefur ekki mælst hærri í Bretlandi í tvö og hálft ár. Mest áhrif á vísitölu neysluverðs hafði hærra olíuverð. Verðbólgan mældist 1,8% í janúar samanborið við 1,6% í desember. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Þetta er því fjórði mánuðurinn í röð sem að verðbólga hækkar í Bretlandi. Verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2% og því seilist verðbólgustigið enn nær því markmiði. Verðbólga hefur ekki verið 2% síðan í desember 2013.

Við því er búist að verðbólga taki við sér síðar á þessu ári, vegna veikara punds. Fyrr í þessum mánuði spáði Englandsbanki því að verðbólga yrði 2,7% á næsta ári.

Stikkorð: Bretland Verðbólga hækkar