*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 18. janúar 2010 15:50

Verne Holding: Gæti lækkað atvinnuleysi um 35% á Suðurnesjum

Ritstjórn

Í skýrslu KPMG endurskoðunar sem kynnt var fyrir iðnaðarnefnd Alþingis í morgun er bent á að verkefni Verne Holding geti lækkað núverandi atvinnuleysi á Suðurnesjum allt að 35% sé gengið út frá þeirri forsendu að allt starfsfólk verði af Suðurnesjum.

Skýrsluhöfundar taka þó fram að margföldunaráhrif ársverka sem tengjast rekstri og uppbyggingu gagnaversins sé erfitt að meta nákvæmlega.

Í skýrslunni kemur fram að reiknað er með að tæplega 100 stöðugildi verði til að verkefninu loknu, aðallega fyrir háskólamenntað og sérfræðimenntað fólk á sviði rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði og upplýsingatækni.

Á sjö ára uppbyggingartímabili verkefnisins er gert ráð fyrir að um 100 störf verði til að meðaltali í byggingariðnaði. Margföldunaráhrif á ársverk gætu verið á bilinu 2,2–3,0 störf tengd rekstri gagnaversins og um 2,7 störf í byggingariðnaði á uppbyggingartímanum sé stuðst við gögn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Byggt á meðalgildum má því búast við að um 158 störf skapist til viðbótar við þau 100 sem verða í gagnaverinu sjálfu, og um 171 störf til viðbótar við þau 100 sem verða við uppbyggingu þess. Sköpuð störf geta verið m.a. ýmis þjónustustörf, vörustjórnun og gagnavinnsla. Óbein heildaratvinnusköpun gæti þannig numið allt að 330 stöðugildum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim