*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 15. maí 2018 19:11

WTO: Airbus fær ólöglega ríkisaðstoð

Alþjóðaviðskiptastofnunin segir Evrópusambandið veita Airbus ólöglega ríkisaðstoð sem nemur milljörðum dollara.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) segir Evrópusambandið veita Airbus ólöglega ríkisaðstoð sem nemur milljörðum dollara. Viðskiptaskrifstofa Bandaríkjanna, US Trade Representative (USTR) segir niðurstöðuna leggja grundvöll að því að Bandaríkin leggi aukna tolla á vörur frá Evrópusambandinu.

Í frétt á vef BBC segir að WTO hafi hafnað áfrýjunarkröfu Airbus þar sem flugvélaframleiðandinn hafi ekki brugðist við til að takmarka það tjón sem hann hafi valdið Boeing. USTR hélt jafnframt fram að ríki Evrópusambandsins hafi veitt Airbus 22 milljarða Bandaríkjadala í ríkisaðstoð til að aðstoða félagið við að hefja framleiðslu á Airbus A380 og A350.

Airbus stendur í svipuðu stappi fyrir WTO og bíður niðurstöðu stofnunarinnar í máli félagsins gegn Boeing. Ásakanir milli flugfélaganna hafa gengið á víxl undanfarin fjórtán ár.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim