Borða saman kvöldmat

Fyrir einhverja er sjálfsagt að fjölskyldan setjist öll saman við matarborðið og borði saman kvöldmat á meðan fyrir aðra er það mjög sjaldgjæft.

Eftir vinnu mælir með fyrir allar fjölskyldur að gera það að hefð eða venju að setjast saman að minnsta kosti einu sinni í viku, borða og spjalla um lífið og tilveruna.

Byggja LEGO

Það getur verið gaman að vinna saman sem fjölskylda að einhverju verkefni. Að byggja LEGO er eitt verkefni sem getur verið gaman að tækla í sameiningu.

Þá er hægt að vinna í því í smástund á dag í nokkra daga eða klára það á einum degi, allt eftir því hversu stórt verkefnið er.

Fara á leikvöll

Það er alltaf hressandi að fara út að leika. Það getur t.d. verið gaman að fara saman á ykkar uppáhalds leikvöll eða prófa nýja leikvelli í hverfinu.

Fara á bókasafnið

Notaleg stund á bókasafninu er alltaf góð hugmynd, sérstaklega ef dagurinn hefur verið viðburðarríkur og annasamur. Þá er bæði hægt að lesa bók á bókasafninu sjálfu eða fá bók að láni og fara heim að lesa.