Krýn­ing­in Karls III Bretakonungs var sú fyrsta í Bretlandi í 70 ár. Um 2.300 gest­ir voru viðstadd­ir at­höfn­ina, þar á meðal er­lend­ir þjóðarleiðtog­ar og kon­ung­borið fólk víðs veg­ar að úr heim­in­um.

Breska blaðið The Independent heldur segir í frétt í dag að krýningarathöfn Karls kosti breska skattgreiðendur að minnsta kosti 50 milljónir punda en allt að 100 milljónir milljónir punda. Eru það 8,5-17 milljarðar króna.

Krýningarathöfn Elísabetar II, árið 1953, kostaði 912 þúsund pund. Á núvirði er það 20,5 milljónir pund eða 3,5 milljarður króna.

Dýrasta krýningarathöfnin síðustu 300 árin, þar til í dag, kostaði 454 þúsund pund árið 1937. Þá var Georg VI, af Karls, krýndur. Á núvirði nemur kostnaðurinn 24,8 milljónum punda eða 4,3 milljarðar króna.

Blaðið fjallar gagnrýni á að ríkissjóður Breta greiði fyrir athöfnina. Ríkissjóðurinn sé rekinn með methalla, heilbrigðisstarfsfólk í verkföllum og framfærslukostnaður hækki mikið.

Einnig er bent á að eignir Karls III eru metnar á um 300 milljarða króna.

Meirihluti Breta, eða 51%, telur samkvæmt skoðunarkönnun YouGov gerði í apríl að breski ríkissjóðurinn eigi ekki að greiða fyrir krýningarathöfnina. Aðeins 32% voru þeirrar skoðunar að breska ríkið ætti að bera kostnaðinn.

Hér fyrir neðan er frétt Wall Street Journal um eignir og auðævi Karls III.