*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Neðanmáls 24. desember 2021 10:02

Mest lesnu Neðanmáls árið 2021: 6-10

Vinsælustu Neðanmáls teikningar Halldórs Baldurssonar í ár fjölluðu m.a. um sósíalisma, heita potta og „Alpha male-ið“.

Halldór Baldursson
Halldór Baldursson

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna oft í skondnara ljósi en við hin. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær teikningar hans sem hafa verið mest lesnar á árinu 2021.

Vikulegar teikningar hans í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar vekja iðulega kátínu og iðulega verið vinsælar á vef blaðsins.

Hér að neðan eru fimm myndir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða:

Heitir pottar í sundlaugum landsins eru að mati margra með betri vettvöngum fyrir opin skoðanaskipti. Ekki er ólíklegt að umræðurnar hafi magnast upp við jarðskjálftahrinur í upphafi árs. 

Fylgi sósíalisma á Íslandi, sem og víðar, virðist fara vaxandi sem sást m.a. á að útlit var um tíma fyrir að Sósíalistaflokkurinn kæmi mönnum inn á þing miðað við skoðanakannanir, jafnvel þótt slíkri hugmyndafræði fylgi aukaverkanir.

Á mörgum vinnustöðum er að finna einn „alpha male“ en þeir eiga sína kosti kosti og galla. 

Deilur pistlahöfundarins Óðins og Kristrúnar Frostadóttur um húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu innihéldu hugtakið „stjörnuhagfræðingur“, Twitter færslu í sautján liðum um meinta kúgun Óðins á konum og áhættufjárfestingar í Kviku. 

Landsmenn urðu fyrir miklum vonbrigðum í byrjun árs þegar ekkert varð úr viðræðum íslenskra stjórnvalda og Pfizer um bóluefnarannsókn.