*

laugardagur, 4. apríl 2020
Erlent 14. júní 2017 18:26

Stýrivextir hækkaðir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig.

Ritstjórn
epa

Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti fyrir skömmu ákvörðun sína um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Greindi nefndin jafnframt frá því að hún hyggist hækka stýrivexti einu sinni aftur á þessu ári.

Seðlabankinn greindi jafnframt frá því að bankinn hyggst minnka 4.500 milljarða dollara eignasafn sitt með sölu á eignum.

Bankinn lækkaði jafnframt verðbólguspá sína fyrir árið 2017 úr 1,9% í 1,6%. Þá var spá um atvinnuleysi lækkuð úr 4,5 í 4,3%.

Í yfirlýsingu sem bankinn gaf út í kjölfar vaxtaákvörðunar sinnar segir að bandaríska hagkerfið hafi vaxið hóflega það sem af er ári. Þar kom einnig fram að bankinn muni fylgjast náið með verðbólguþróun á komandi misserum.