Úr­vals­vísi­talan FTSE 100 hefur hækkað um 1,7% í við­skiptum dagsins og stendur í 8.030,38 stigum þegar þetta er skrifað.

Um er að ræða fjórða við­skipta­daginn í röð sem vísi­talan hækkar en vísi­talan hefur hækkað um 128 í dag og er einungis 40 punktum frá sínu hæsta gengi.

Um er að ræða fjórða við­skipta­daginn í röð sem vísi­talan hækkar.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian má rekja hækkanir dagsins til bjart­sýni fjár­festa um að vextir verði lækkaðir á Bret­lands­eyjum um hálft prósent í ágúst­mánuði.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá sagði að­stoðar­seðla­banka­stjóri Eng­lands­banka á föstu­daginn að vonir standi til að verð­bólga muni hjaðna mikið í apríl­mánuði.

Sam­kvæmt The Guar­dian eru fjár­festar einnig að fagna því að dregið hafi úr á­tökum fyrir botni Mið­jarðar­hafs.

Ferða­þjónustu­fyrir­tæki og smá­vöru­verslanir eru meðal þeirra fyrir­tækja sem eru að hækka hvað mest í FTSE 100 vísi­tölunni.