Ef marka má hreyfingar á peninga­mörkuðum eru fjár­festar í Lundúnum að búast við því að Eng­lands­banki lækki vexti í ágúst­mánuði, sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian í morgun.

Um­mæli Sir Dave Rams­den að­stoðar­seðla­banka­stjóra Eng­lands­banka á föstu­daginn eru sögð hafa haft á­hrif á hreyfingar en hann sagði opin­ber­lega að verð­bólgan gæti hjaðnað hraðar á næstu árum en spár gera ráð fyrir.

Fjár­festar eru því nú að búast við því að bankinn lækki vexti úr 5,5% í 5% í ágúst fremur en í septem­ber. Þá standa vonir til að næsta vaxta­lækkun verði í desem­ber­mánuði og að stýri­vextir Bret­lands myndi verða 4,75% um árs­lok.

Verð­bólga í Bret­landi lækkaði minna en spár gerðu ráð fyrir í mars­mánuði og mældist 3,2% á árs­grund­velli. Rams­den var gestur á opin­berum við­burði í Was­hington D.C höfuð­borg Banda­ríkjanna á föstu­daginn en hann sagði þar að vonir standi til að verð­bólgan muni hjaðna mikið í apríl­mánuði og verði ná­lægt 2% verð­bólgu­mark­miði bankans.